Dansað í takt eftir laglínu samfélagsábyrgðar Eva Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2018 07:00 Ég óska öllum sveitarfélögum til hamingju með nýjar sveitarstjórnir og þann kraft sem losnar úr læðingi. Með nýju fólki blása ferskir vindar og vona ég að vindar samfélagsábyrgðar leiki við sem flesta. Ég skora á nýjar sveitarstjórnir að setja sér virka stefnu í samfélagsábyrgð því verkefni þeirra er að skapa ábyrgara umhverfi fyrir fyrirtæki og íbúa. Markmið samfélagsábyrgðar er að stuðla að sjálfbærri þróun en rekstraraðilar eiga samkvæmt því að bera ábyrgð á áhrifum sínum á fólk, samfélagið og umhverfið. Fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið þurfa saman að finna taktinn – það er fátt verra en að sjá tangódansara sem dansa eftir sitt hvorum taktinum og jafnvel eftir sitt hvoru laginu. Prófið að sjá það fyrir ykkur! Leiðin að samfélagsstefnu liggur í gegnum heildarstefnumótun, hún þarf að innleiðast í gildi og menningu. Samfélagsstefnan getur skapað ný tækifæri, aukið nýsköpun og styrkt samkeppnishæfni, aukið tryggð og framlegð auk minni sóunar. Rúmlega 20 íslensk fyrirtæki og eitt sveitarfélag (Seltjarnarnesbær) hafa tekið upp alþjóðlega mælikvarða um samfélagsábyrgð eftir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er fjallað um tíu alþjóleg viðmið sem skiptast í fjóra flokka; mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Tæplega tíu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum í 164 löndum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Með markmiðunum er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi á milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Báðar leiðir eru góðar. Ég er svo bjartsýn að telja að Ísland geti orðið fyrirmyndarsamfélag þar sem fyrirtæki og opinberir aðilar taki fulla ábyrgð á áhrifum sínum á samfélagið. Að vakna upp við vondan draum 2030 er of seint.Höfundur er stjórnendaráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eva Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ég óska öllum sveitarfélögum til hamingju með nýjar sveitarstjórnir og þann kraft sem losnar úr læðingi. Með nýju fólki blása ferskir vindar og vona ég að vindar samfélagsábyrgðar leiki við sem flesta. Ég skora á nýjar sveitarstjórnir að setja sér virka stefnu í samfélagsábyrgð því verkefni þeirra er að skapa ábyrgara umhverfi fyrir fyrirtæki og íbúa. Markmið samfélagsábyrgðar er að stuðla að sjálfbærri þróun en rekstraraðilar eiga samkvæmt því að bera ábyrgð á áhrifum sínum á fólk, samfélagið og umhverfið. Fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið þurfa saman að finna taktinn – það er fátt verra en að sjá tangódansara sem dansa eftir sitt hvorum taktinum og jafnvel eftir sitt hvoru laginu. Prófið að sjá það fyrir ykkur! Leiðin að samfélagsstefnu liggur í gegnum heildarstefnumótun, hún þarf að innleiðast í gildi og menningu. Samfélagsstefnan getur skapað ný tækifæri, aukið nýsköpun og styrkt samkeppnishæfni, aukið tryggð og framlegð auk minni sóunar. Rúmlega 20 íslensk fyrirtæki og eitt sveitarfélag (Seltjarnarnesbær) hafa tekið upp alþjóðlega mælikvarða um samfélagsábyrgð eftir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er fjallað um tíu alþjóleg viðmið sem skiptast í fjóra flokka; mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Tæplega tíu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum í 164 löndum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Með markmiðunum er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi á milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Báðar leiðir eru góðar. Ég er svo bjartsýn að telja að Ísland geti orðið fyrirmyndarsamfélag þar sem fyrirtæki og opinberir aðilar taki fulla ábyrgð á áhrifum sínum á samfélagið. Að vakna upp við vondan draum 2030 er of seint.Höfundur er stjórnendaráðgjafi
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar