Á ég að gæta bróður míns? Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns?
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar