Heiðskírt í vestfirskri umræðu Daníel Jakobsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun