Heiðskírt í vestfirskri umræðu Daníel Jakobsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun