Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 13:47 Aron Pálmarsson er í hópnum en nafni hans Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Vísir/EPA Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira