Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 12:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AP Íbúar Suður-Kóreu eru í senn vongóðir og fullir efasemda um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. Yfirvöld Suður-Kóreu freista þess nú að byrja fund leiðtoganna í Singapúr á því að binda formlega enda á Kóreustríðið með friðarsamkomulagi. Samið var um vopnahlé árið 1953 en friðarsamkomulag var aldrei gert og því hafa Norður- og Suður-Kóreu tæknilega verið í stríði í tæp 70 ár. Í Suður-Kóreu hefur fólk þó séð yfirvöld Norður-Kóreu gagna að baki orða sinna áður og óttast að slíkt hið sama gæti gerst nú. Blaðamenn AP ræddu við íbúa um fund Trump og Kim.Þar lýsti fólk blendnum tilfinningum fyrir fundinn. Einn viðmælandi sagði Suður-Kóreumenn í rauninni ekki vita hvað Kim vildi fá út úr fundinum en vonaðist hann til þess að Norður-Kórea mundi láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Annar sló á svipaða strengi og sagði andrúmsloftið á Kóreuskaganum mun betra en það var í fyrra þegar Norður-Kórea skaut hverri eldflauginni á loft á fætur annarri og hótaði stríði. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Suður-Kóreu sagði í gær að viðræður um formlegt friðarsamkomulag væru þegar hafnar. Embættismenn frá Bandaríkjunum, og Kóreuríkjunum báðum væru að ræða leiðir til að binda enda á stríðið.Hann sagði þó að þær viðræður ættu sér stað samhliða viðræðum um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu og önnur öryggisatriði. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Íbúar Suður-Kóreu eru í senn vongóðir og fullir efasemda um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. Yfirvöld Suður-Kóreu freista þess nú að byrja fund leiðtoganna í Singapúr á því að binda formlega enda á Kóreustríðið með friðarsamkomulagi. Samið var um vopnahlé árið 1953 en friðarsamkomulag var aldrei gert og því hafa Norður- og Suður-Kóreu tæknilega verið í stríði í tæp 70 ár. Í Suður-Kóreu hefur fólk þó séð yfirvöld Norður-Kóreu gagna að baki orða sinna áður og óttast að slíkt hið sama gæti gerst nú. Blaðamenn AP ræddu við íbúa um fund Trump og Kim.Þar lýsti fólk blendnum tilfinningum fyrir fundinn. Einn viðmælandi sagði Suður-Kóreumenn í rauninni ekki vita hvað Kim vildi fá út úr fundinum en vonaðist hann til þess að Norður-Kórea mundi láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Annar sló á svipaða strengi og sagði andrúmsloftið á Kóreuskaganum mun betra en það var í fyrra þegar Norður-Kórea skaut hverri eldflauginni á loft á fætur annarri og hótaði stríði. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Suður-Kóreu sagði í gær að viðræður um formlegt friðarsamkomulag væru þegar hafnar. Embættismenn frá Bandaríkjunum, og Kóreuríkjunum báðum væru að ræða leiðir til að binda enda á stríðið.Hann sagði þó að þær viðræður ættu sér stað samhliða viðræðum um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu og önnur öryggisatriði.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira