Segja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar „pólitíska tálsýn og draumsýn“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2018 12:16 Frá blaðamannafundi Samfylkingarinnar í dag. Vísir/einar Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
„Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19