Þetta er pistill um fótbolta – eða hvað? Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun