Okkar stríð Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2018 10:00 Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun