Fundað í Ísrael vegna sniðgönguhótana Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 08:07 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/EPA Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem. Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem.
Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50