Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 31. maí 2018 06:00 Mikið samfélagslegt tjón verður þegar fólk fær skemmd lyf og enginn veit af því, segir Erlingur Brynjúlfsson, tæknistjóri Controlant. Vísir Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira