Hæstiréttur og prentfrelsið Þorvaldur Gylfason skrifar 31. maí 2018 07:00 Í ritgerð sinni „Prentfrelsi og nafnleynd“ í Úlfljóti 1969 lýsir Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor og síðar forsætisráðherra, þeirri skoðun að blaðamenn og heimildarmenn þeirra njóti nafnleyndar að lögum. Nöfn heimildarmanna eru vernduð á þeirri forsendu að tjáningarfrelsi blaðamanna væri einskis virði án nafnleyndar eða nafnleyndarskyldu. Um ritfrelsi blaðamanna segir Ólafur: „Sé prentfrelsi ... takmarkað er lýðræðið í hættu. Prentfrelsi má því með réttu kallast einn af hyrningarsteinum stjórnfrjálsra þjóðfélaga.„Góð blöð eiga að leita sannleikans“ Ólafur Jóhannesson minnir á að í Svíþjóð njóti prentréttarlöggjöf verndar í stjórnarskrá. Á Íslandi sé þetta hins vegar undir almennri löggjöf komið en fyrst og fremst prentlögum og meiðyrðalöggjöf. Almenna reglan hér heima virðist vera sú að höfundi prentaðs máls (eða ónefndum heimildarmanni) sé óskylt að nafngreina sig. „Blöð gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislandi“, segir Ólafur í grein sinni. „Þau eiga að vera frjálsir fréttamiðlar, halda uppi gagnrýni á því, sem miður fer í þjóðfélaginu, og veita stjórnvöldum og öðrum forráðamönnum aðhald. Góð blöð eiga að leita sannleikans og segja hann, þegar við á, hver sem á í hlut. Ólafur heldur áfram: „Nafnleyndarréttur á ekki aðeins að taka til greina sem ritaðar eru í blað, heldur og til þeirra heimildarmanna blaðamanna, er gefa þeim munnlegar upplýsingar. Hér á ekki aðeins að vera um rétt að ræða heldur og skyldu til leyndar.“ (bls. 309322).„Birta er bezta sótthreinsunarlyfið“ Frjáls fjölmiðlun hvílir á trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Þetta samband tryggir m.a. tjáningarfrelsið. Þess vegna kveður nýja stjórnarskráin sem Alþingi á enn eftir að staðfesta á um vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara í stjórnarskrá. Orðið „uppljóstrari“ kemur fyrst fyrir í Klausturpóstinum á ofanverðri 19. öld og er nú notað um þá sem afhjúpa óheiðarlega eða ólöglega háttsemi. Orðið rataði inn í frumvarpið skv. ábendingu frá sérfræðingi sem benti á að slæleg vernd uppljóstrara leiddi iðulega til óheilbrigðrar leyndar um ýmis mikilvæg þjóðmál. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis 1916-1939 orðaði sömu hugsun vel: „Birta … er bezta sótthreinsunarlyfið.“ Réttur blaðamanna til að leyna heimildum sínum og heimildarmönnum er annars eðlis en þagnarskylda lækna og bankastarfsmanna. Þagnarskylda læknis og bankastarfsmanns er skylda til að deila ekki með öðrum – jafnvel fyrir rétti – upplýsingum sem þeir hafa komizt að um einstaklinga í starfi sínu. Hlutverk blaðamanns er þvert á móti að greina frá því sem hann veit. Leyndin sem lögin krefjast handa blaðamanninum og þarfnast verndar nær ekki til upplýsinganna sem blaðamaðurinn hefur aflað, heldur aðeins til uppruna þessara upplýsinga, þ.e. til heimildarmanns. Þessi greinarmunur er grundvallaratriði. Með lögum þarf að útfæra hvenær réttlætanlegt sé að aflétta nafnleynd en henni skyldi aldrei aflétt nema í tengslum við rannsókn alvarlegustu sakamála. Að öllu jöfnu myndu ríkir einkahagsmunir ekki geta réttlætt það að nafnleynd væri aflétt skv. undanþáguheimild í stjórnarskrá. Þegar stjórnarskráin hefur hlotið staðfestingu þarf að endurskoða lög til að torvelda málsóknir á hendur blaðamönnum.Hvergi nema á Íslandi Pentagon-skjölin sem Daniel Ellsberg hagfræðingur lak til bandarískra fjölmiðla 1971 afhjúpuðu lygar stjórnvalda um gang stríðsins í Víetnam og vöktu almenna hneykslan. Forsetinn og menn hans vissu að stríðið var tapað en sendu unga menn samt áfram út í opinn dauðann. Ríkisstjórnin höfðaði mál gegn New York Times og Washington Post og krafðist lögbanns gegn birtingu skjalanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði snör handtök og staðfesti lagalegan rétt beggja blaða til að birta skjölin aðeins tveim vikum eftir að fyrsti hluti skjalanna var birtur. Við héldum prentfrelsinu í gíslingu 15 dögum of lengi, sagði Hugo Black hæstaréttardómari og bætti við:„Með prentfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar veittu höfundar hennar frjálsum fjölmiðlum þá vernd sem þeir verða að njóta til að rækja grundvallarhlutverk sitt í lýðræðisskipan okkar. Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu, ekki stjórnvöldum. Vald ríkisins til að ritskoða fjölmiðla var afnumið til að tryggja þeim varanlegt frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Fjölmiðlum var veitt vernd svo þeir gætu afhjúpað leyndarmál stjórnvalda og upplýst fólkið. Aðeins frjálsir og óheftir fjölmiðlar eru þess megnugir að afhjúpa blekkingar stjórnvalda.“ [Mín þýðing, ÞG.] Skömmu fyrir þingkosningarnar 2017 fengu bankamenn framgengt lögbanni gegn Stundinni sem hafði birt upplýsingar úr leknum gögnum um meint innherjaviðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins í hruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði 2. febrúar s.l. öllum kröfum Glitnis HoldCo í málinu og hafði þá haldið prentfrelsinu í gíslingu frá því um miðjan október. Og nú hefur Hæstiréttur tekið sér marga mánuði enn til að fjalla um málið. Afstaða sumra hæstaréttardómara til prentfrelsis ætti þó varla að koma neinum á óvart enda hefur einn dómarinn nýlega höfðað meiðyrðamál gegn fv. dómara í réttinum. Hvar annars staðar skyldu hæstaréttardómarar standa í málaferlum hver við annan? Hvergi á byggðu bóli – nema á Íslandi. Ég held ég viti hvað Ólafi Jóhannessyni hefði fundizt um þessa dómara o.fl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í ritgerð sinni „Prentfrelsi og nafnleynd“ í Úlfljóti 1969 lýsir Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor og síðar forsætisráðherra, þeirri skoðun að blaðamenn og heimildarmenn þeirra njóti nafnleyndar að lögum. Nöfn heimildarmanna eru vernduð á þeirri forsendu að tjáningarfrelsi blaðamanna væri einskis virði án nafnleyndar eða nafnleyndarskyldu. Um ritfrelsi blaðamanna segir Ólafur: „Sé prentfrelsi ... takmarkað er lýðræðið í hættu. Prentfrelsi má því með réttu kallast einn af hyrningarsteinum stjórnfrjálsra þjóðfélaga.„Góð blöð eiga að leita sannleikans“ Ólafur Jóhannesson minnir á að í Svíþjóð njóti prentréttarlöggjöf verndar í stjórnarskrá. Á Íslandi sé þetta hins vegar undir almennri löggjöf komið en fyrst og fremst prentlögum og meiðyrðalöggjöf. Almenna reglan hér heima virðist vera sú að höfundi prentaðs máls (eða ónefndum heimildarmanni) sé óskylt að nafngreina sig. „Blöð gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislandi“, segir Ólafur í grein sinni. „Þau eiga að vera frjálsir fréttamiðlar, halda uppi gagnrýni á því, sem miður fer í þjóðfélaginu, og veita stjórnvöldum og öðrum forráðamönnum aðhald. Góð blöð eiga að leita sannleikans og segja hann, þegar við á, hver sem á í hlut. Ólafur heldur áfram: „Nafnleyndarréttur á ekki aðeins að taka til greina sem ritaðar eru í blað, heldur og til þeirra heimildarmanna blaðamanna, er gefa þeim munnlegar upplýsingar. Hér á ekki aðeins að vera um rétt að ræða heldur og skyldu til leyndar.“ (bls. 309322).„Birta er bezta sótthreinsunarlyfið“ Frjáls fjölmiðlun hvílir á trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Þetta samband tryggir m.a. tjáningarfrelsið. Þess vegna kveður nýja stjórnarskráin sem Alþingi á enn eftir að staðfesta á um vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara í stjórnarskrá. Orðið „uppljóstrari“ kemur fyrst fyrir í Klausturpóstinum á ofanverðri 19. öld og er nú notað um þá sem afhjúpa óheiðarlega eða ólöglega háttsemi. Orðið rataði inn í frumvarpið skv. ábendingu frá sérfræðingi sem benti á að slæleg vernd uppljóstrara leiddi iðulega til óheilbrigðrar leyndar um ýmis mikilvæg þjóðmál. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis 1916-1939 orðaði sömu hugsun vel: „Birta … er bezta sótthreinsunarlyfið.“ Réttur blaðamanna til að leyna heimildum sínum og heimildarmönnum er annars eðlis en þagnarskylda lækna og bankastarfsmanna. Þagnarskylda læknis og bankastarfsmanns er skylda til að deila ekki með öðrum – jafnvel fyrir rétti – upplýsingum sem þeir hafa komizt að um einstaklinga í starfi sínu. Hlutverk blaðamanns er þvert á móti að greina frá því sem hann veit. Leyndin sem lögin krefjast handa blaðamanninum og þarfnast verndar nær ekki til upplýsinganna sem blaðamaðurinn hefur aflað, heldur aðeins til uppruna þessara upplýsinga, þ.e. til heimildarmanns. Þessi greinarmunur er grundvallaratriði. Með lögum þarf að útfæra hvenær réttlætanlegt sé að aflétta nafnleynd en henni skyldi aldrei aflétt nema í tengslum við rannsókn alvarlegustu sakamála. Að öllu jöfnu myndu ríkir einkahagsmunir ekki geta réttlætt það að nafnleynd væri aflétt skv. undanþáguheimild í stjórnarskrá. Þegar stjórnarskráin hefur hlotið staðfestingu þarf að endurskoða lög til að torvelda málsóknir á hendur blaðamönnum.Hvergi nema á Íslandi Pentagon-skjölin sem Daniel Ellsberg hagfræðingur lak til bandarískra fjölmiðla 1971 afhjúpuðu lygar stjórnvalda um gang stríðsins í Víetnam og vöktu almenna hneykslan. Forsetinn og menn hans vissu að stríðið var tapað en sendu unga menn samt áfram út í opinn dauðann. Ríkisstjórnin höfðaði mál gegn New York Times og Washington Post og krafðist lögbanns gegn birtingu skjalanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði snör handtök og staðfesti lagalegan rétt beggja blaða til að birta skjölin aðeins tveim vikum eftir að fyrsti hluti skjalanna var birtur. Við héldum prentfrelsinu í gíslingu 15 dögum of lengi, sagði Hugo Black hæstaréttardómari og bætti við:„Með prentfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar veittu höfundar hennar frjálsum fjölmiðlum þá vernd sem þeir verða að njóta til að rækja grundvallarhlutverk sitt í lýðræðisskipan okkar. Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu, ekki stjórnvöldum. Vald ríkisins til að ritskoða fjölmiðla var afnumið til að tryggja þeim varanlegt frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Fjölmiðlum var veitt vernd svo þeir gætu afhjúpað leyndarmál stjórnvalda og upplýst fólkið. Aðeins frjálsir og óheftir fjölmiðlar eru þess megnugir að afhjúpa blekkingar stjórnvalda.“ [Mín þýðing, ÞG.] Skömmu fyrir þingkosningarnar 2017 fengu bankamenn framgengt lögbanni gegn Stundinni sem hafði birt upplýsingar úr leknum gögnum um meint innherjaviðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins í hruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði 2. febrúar s.l. öllum kröfum Glitnis HoldCo í málinu og hafði þá haldið prentfrelsinu í gíslingu frá því um miðjan október. Og nú hefur Hæstiréttur tekið sér marga mánuði enn til að fjalla um málið. Afstaða sumra hæstaréttardómara til prentfrelsis ætti þó varla að koma neinum á óvart enda hefur einn dómarinn nýlega höfðað meiðyrðamál gegn fv. dómara í réttinum. Hvar annars staðar skyldu hæstaréttardómarar standa í málaferlum hver við annan? Hvergi á byggðu bóli – nema á Íslandi. Ég held ég viti hvað Ólafi Jóhannessyni hefði fundizt um þessa dómara o.fl.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun