Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2018 15:53 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. advania Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir, en tæknin, sem á íslensku gæti útlagst sem bálkakeðja, er tæknin sem Bitcoin-rafmyntin byggir á. Í tilkynningu frá Advania segir að einn helsti kostur þessarar tækni sé að sýna nánast óvéfenglegan rekjanleika. Hún henti því vel í viðskiptum þar sem uppruni og ferðlög vörunnar skipta miklu máli, til dæmis í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. „Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna matvæla og hafa lengi kallað eftir því að geta átt milliliðalaus viðskipti með landbúnaðarafurðir við bændur. Advania og Matís hyggjast því skapa nýjan vettvang sem byggir á blockchain-tækni og verður aðgengilegur almenningi í haust. Þá gefst fólki kostur á að fá yfirlit yfir framleiðslu lambakjöts á vefsíðunni matarlandslagid.is sem geymir ítarlegar upplýsingar um sérstöðu bænda og ræktun þeirra. Einnig verður horft til þess að nýta lausnina á nýjum matarmarkaði á Hofsósi,“ segir í tilkynningu Advania. Fyrirtækið útvegar kerfi sem byggir á blockchain-tækni og verður notað til þess að skrá á öruggan hátt upplýsingar um bændaafurðir úr gagnagrunni Matís. „Það er spennandi að nýta framúrstefnulega tækni til að stuðla að nýjum viðskiptaháttum í matvælaframleiðslu og auka valkosti bænda og neytenda. Sérfræðingar Advania ætla að smíða sína fyrstu lausn með blockchain fyrir þetta skemmtilega verkefni og við ætlum okkur að verða leiðandi afl í notkun á þessari tækni á Íslandi,“ er haft Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania í tilkynningunni. „Það er svo sannarlega ástæða til að leggja áherslu á nýköpun í framleiðslu lambakjöts. Það var því augljós kostur þegar Advania stakk uppá samvinnu á sviði blockchain, enda teljum við tæknina geta aukið verulega samtal milli bænda og neytenda og minnka líkur á matvælaglæpum. Verkefni af þessu tagi virðist stökkpallur fyrir íslenska matvælaframleiðendur,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í tilkynningu. Neytendur Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir, en tæknin, sem á íslensku gæti útlagst sem bálkakeðja, er tæknin sem Bitcoin-rafmyntin byggir á. Í tilkynningu frá Advania segir að einn helsti kostur þessarar tækni sé að sýna nánast óvéfenglegan rekjanleika. Hún henti því vel í viðskiptum þar sem uppruni og ferðlög vörunnar skipta miklu máli, til dæmis í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. „Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna matvæla og hafa lengi kallað eftir því að geta átt milliliðalaus viðskipti með landbúnaðarafurðir við bændur. Advania og Matís hyggjast því skapa nýjan vettvang sem byggir á blockchain-tækni og verður aðgengilegur almenningi í haust. Þá gefst fólki kostur á að fá yfirlit yfir framleiðslu lambakjöts á vefsíðunni matarlandslagid.is sem geymir ítarlegar upplýsingar um sérstöðu bænda og ræktun þeirra. Einnig verður horft til þess að nýta lausnina á nýjum matarmarkaði á Hofsósi,“ segir í tilkynningu Advania. Fyrirtækið útvegar kerfi sem byggir á blockchain-tækni og verður notað til þess að skrá á öruggan hátt upplýsingar um bændaafurðir úr gagnagrunni Matís. „Það er spennandi að nýta framúrstefnulega tækni til að stuðla að nýjum viðskiptaháttum í matvælaframleiðslu og auka valkosti bænda og neytenda. Sérfræðingar Advania ætla að smíða sína fyrstu lausn með blockchain fyrir þetta skemmtilega verkefni og við ætlum okkur að verða leiðandi afl í notkun á þessari tækni á Íslandi,“ er haft Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania í tilkynningunni. „Það er svo sannarlega ástæða til að leggja áherslu á nýköpun í framleiðslu lambakjöts. Það var því augljós kostur þegar Advania stakk uppá samvinnu á sviði blockchain, enda teljum við tæknina geta aukið verulega samtal milli bænda og neytenda og minnka líkur á matvælaglæpum. Verkefni af þessu tagi virðist stökkpallur fyrir íslenska matvælaframleiðendur,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í tilkynningu.
Neytendur Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira