Allt á öðrum endanum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2018 19:00 Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49