Vondu útlendingalögin Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 21. maí 2018 18:49 Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun