Vondu útlendingalögin Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 21. maí 2018 18:49 Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar