Kyrrstaða og þróun Björn Gunnlaugsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun