Rökin brostin Hörður Ægisson skrifar 25. maí 2018 10:00 Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun