(V) fyrir veganvæna Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 25. maí 2018 10:00 Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun