Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2018 17:07 Bjórinn í Costco í gær á töluvert lægra verði en venjulega, eins og sést á myndinni. Vísir Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag. Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag.
Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira