Fékk 360 þúsund króna viðbót Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. maí 2018 08:00 Bæjarstjórar hafa hækkað í launum að undanförnu. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar er þar engin undantekning. Vísir/gva Mánaðarlaun bæjarstjóra Mosfellsbæjar hækkuðu um rúmlega 360 þúsund krónur í fyrra frá árinu 2016. Laun bæjarfulltrúa hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórnendur í Mosfellsbæ fóru ekki þá leið sem margar sveitarstjórnir fóru, að afsala sér áhrifum hækkunar kjararáðs á þingfararkaupi í nóvember 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hvernig áhrif kjararáðshækkunarinnar, eða annarra leiða sem farnar voru við útreikning launa, hafa birst í ársreikningum sveitarfélaganna. Ársreikningarnir eiga það allir sameiginlegt að þar er lítið gagnsæi. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórna og bæjarstjóra eru jafnan afgreidd í einni setningu, birt sem ein heildarupphæð og oft án samanburðar við árið áður.Haraldur SverrissonFréttablaðið hefur því að undanförnu kallað eftir sundurliðun á þessum upplýsingum til að sýna fram á launaþróun kjörinna fulltrúa milli áranna 2016 og 2017. Það leiddi meðal annars til þess að Fréttablaðið greindi frá því hvernig laun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um rúmlega 612 þúsund krónur á mánuði og nema í dag um 2,5 milljónum. Athygli vekur að bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, fékk tvær milljónir króna á mánuði fyrir störf sín sem bæjarstjóri og sem kjörinn bæjarfulltrúi. Það er 361 þúsund krónum meira en árið 2016 eða hækkun sem nemur 22 prósentum. Laun bæjarfulltrúa námu 34 milljónum árið 2017 en voru 25,4 milljónir árið áður.Hækkunin nemur 33,8 prósentum. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hækkuðu laun bæjarstjórnar frá og með 1. janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups. Ákveðið hafi þó verið að lækka þóknun til bæjarfulltrúa úr 25 prósentum af þingfararkaupi í 22,5 prósent sem hafi skilað því að hækkunin varð minni en ella. Bæjarstjóralaunin hækkuðu sömuleiðis vegna ákvörðunar kjararáðs. En samkvæmt ráðningarsamningi skulu laun hans fylgja launum ráðuneytisstjóra. Bæjarstjórinn, sem einnig er kjörinn bæjarfulltrúi eins og víða tíðkast, þiggur því tvöföld laun og er meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. Um 9.800 íbúar voru í Mosfellsbæ í lok síðasta ársEiríkur fékk hækkun Laun bæjarfulltrúa á Akureyri hækkuðu um rúmlega 31 prósent milli ára í fyrra en mánaðarlaun bæjarstjórans, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu um aðeins sjö prósent. Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu þó um 103 þúsund krónur á mánuði. Akureyringar fóru þá leið, líkt og margar aðrar sveitarstjórnir, að aftengja launakjör sín þingfararkaupi og þar með ríflegri launahækkun kjararáðs frá nóvember 2016. Í staðinn taka laun þeirra og bæjarstjóra nú breytingum í samræmi við launavísitölu, tvisvar á ári. Laun bæjarstjórnar, ráðs og nefnda nema nú skilgreindu hlutfalli af viðmiðunarfjárhæð, sem er 960.607 krónur. Bæjarstjórinn fékk 1.562 þúsund krónur á mánuði í fyrra samanborið við 1.459 þúsund árið 2016. Launakostnaður bæjarstjórnar fór úr 29,1 milljón króna árið 2016 í 38,2 Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjóra Mosfellsbæjar hækkuðu um rúmlega 360 þúsund krónur í fyrra frá árinu 2016. Laun bæjarfulltrúa hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórnendur í Mosfellsbæ fóru ekki þá leið sem margar sveitarstjórnir fóru, að afsala sér áhrifum hækkunar kjararáðs á þingfararkaupi í nóvember 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hvernig áhrif kjararáðshækkunarinnar, eða annarra leiða sem farnar voru við útreikning launa, hafa birst í ársreikningum sveitarfélaganna. Ársreikningarnir eiga það allir sameiginlegt að þar er lítið gagnsæi. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórna og bæjarstjóra eru jafnan afgreidd í einni setningu, birt sem ein heildarupphæð og oft án samanburðar við árið áður.Haraldur SverrissonFréttablaðið hefur því að undanförnu kallað eftir sundurliðun á þessum upplýsingum til að sýna fram á launaþróun kjörinna fulltrúa milli áranna 2016 og 2017. Það leiddi meðal annars til þess að Fréttablaðið greindi frá því hvernig laun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um rúmlega 612 þúsund krónur á mánuði og nema í dag um 2,5 milljónum. Athygli vekur að bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, fékk tvær milljónir króna á mánuði fyrir störf sín sem bæjarstjóri og sem kjörinn bæjarfulltrúi. Það er 361 þúsund krónum meira en árið 2016 eða hækkun sem nemur 22 prósentum. Laun bæjarfulltrúa námu 34 milljónum árið 2017 en voru 25,4 milljónir árið áður.Hækkunin nemur 33,8 prósentum. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hækkuðu laun bæjarstjórnar frá og með 1. janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups. Ákveðið hafi þó verið að lækka þóknun til bæjarfulltrúa úr 25 prósentum af þingfararkaupi í 22,5 prósent sem hafi skilað því að hækkunin varð minni en ella. Bæjarstjóralaunin hækkuðu sömuleiðis vegna ákvörðunar kjararáðs. En samkvæmt ráðningarsamningi skulu laun hans fylgja launum ráðuneytisstjóra. Bæjarstjórinn, sem einnig er kjörinn bæjarfulltrúi eins og víða tíðkast, þiggur því tvöföld laun og er meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. Um 9.800 íbúar voru í Mosfellsbæ í lok síðasta ársEiríkur fékk hækkun Laun bæjarfulltrúa á Akureyri hækkuðu um rúmlega 31 prósent milli ára í fyrra en mánaðarlaun bæjarstjórans, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu um aðeins sjö prósent. Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu þó um 103 þúsund krónur á mánuði. Akureyringar fóru þá leið, líkt og margar aðrar sveitarstjórnir, að aftengja launakjör sín þingfararkaupi og þar með ríflegri launahækkun kjararáðs frá nóvember 2016. Í staðinn taka laun þeirra og bæjarstjóra nú breytingum í samræmi við launavísitölu, tvisvar á ári. Laun bæjarstjórnar, ráðs og nefnda nema nú skilgreindu hlutfalli af viðmiðunarfjárhæð, sem er 960.607 krónur. Bæjarstjórinn fékk 1.562 þúsund krónur á mánuði í fyrra samanborið við 1.459 þúsund árið 2016. Launakostnaður bæjarstjórnar fór úr 29,1 milljón króna árið 2016 í 38,2
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00