Fyrrverandi leikmaður Fram og Breiðabliks dæmdur fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:15 Dómari í Lyngby las upp dóminn yfir Hans Fróða Hansen í gær. Skjáskot Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi. Dómsmál Norðurlönd Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi.
Dómsmál Norðurlönd Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira