Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2018 15:15 Starfsemi leigufélaga á borð við Heimavelli og Almenna leigufélagið er langt því frá óumdeild en félögin eru bæði stórtæk á leigumarkaðnum og hafa hagnast mikið á útleigu íbúða. vísir/vilhelm Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. Félögin eru öll með sérstök leiguíbúðalán frá frá sjóðnum en í bréfinu sem sjóðurinn hefur sent er jafnframt kallað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða í þeirra eigu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi, eins og aðrir, fylgst með þróuninni á leigumarkaði en eins og fjallað hefur verið um hefur leiguverð hækkað mikið undanfarin ár. Þannig fjallaði Kjarninn um það í fréttaskýringu fyrir helgi hvernig ríkið, í gegnum Íbúðalánasjóð, væri stærsti lánveitandi leigufélagsins Heimavalla en starfsemi félagsins er langt því frá óumdeild. Heimavellir eiga um 2000 íbúðir sem leigðar eru út og hefur hagnast mikið á leigunni á sama tíma og mikill húsnæðisskortur hefur verið nánast um allt land. Sjá einnig:Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana „Við viljum bara ganga úr skugga um það að þær reglur sem gilda um þau lán sem sjóðurinn hefur veitt, að sé ekki verið að brjóta þær, því þarna eru vissulega félög sem hafa verið í fréttum sem eru með lán hjá sjóðnum,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Spurð að því hvernig reglurnar séu segir Anna að þeim félögum sem fá þessi lán sé óheimilt að ráðstafa arði út úr félaginu. Þá eigi þau að haga rekstrinum sínum á sem hagkvæmastan hátt og með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. „Í því felst í raun og veru að það er ekki heimilt að ákvarða leigu eins hátt og mögulegt er. Það verður að gæta hófs í því,“ segir Anna.En hvað gerist ef leigufélögin verða uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum? „Ef við komumst að því að félögin eru ekki að fara eftir reglum þá gefum við þeim fyrst kost á að bæta þar úr en annars er heimild sjóðsins að hreinlega gjaldfella lánið,“ segir Anna. Tilkynningu Íbúðalánasjóðs vegna málsins má sjá hér.Uppfært klukkan 15:36:Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var farið með upplýsingar um hækkanir á leigu hjá Almenna leigufélaginu.Sagt var að leiga á íbúð hefði farið úr 105 þúsund krónum í 170 þúsund krónur, samkvæmt tölvupósti frá félaginu til leigutaka, en samkvæmt upplýsingum frá Almenna leigufélaginu urðu mannleg mistök þegar upphæðin var slegin inn í póstinn þar sem leiguverð fyrir viðkomandi íbúð nam 115 þúsund krónum með verðbótum og var verðið hækkað í 145 þúsund við gerð nýs samnings árið 2018.Að auki vill Almenna leigufélagið koma því á framfæri að það er ekki lántaki hjá Íbúðalánasjóði. Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. Félögin eru öll með sérstök leiguíbúðalán frá frá sjóðnum en í bréfinu sem sjóðurinn hefur sent er jafnframt kallað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða í þeirra eigu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi, eins og aðrir, fylgst með þróuninni á leigumarkaði en eins og fjallað hefur verið um hefur leiguverð hækkað mikið undanfarin ár. Þannig fjallaði Kjarninn um það í fréttaskýringu fyrir helgi hvernig ríkið, í gegnum Íbúðalánasjóð, væri stærsti lánveitandi leigufélagsins Heimavalla en starfsemi félagsins er langt því frá óumdeild. Heimavellir eiga um 2000 íbúðir sem leigðar eru út og hefur hagnast mikið á leigunni á sama tíma og mikill húsnæðisskortur hefur verið nánast um allt land. Sjá einnig:Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana „Við viljum bara ganga úr skugga um það að þær reglur sem gilda um þau lán sem sjóðurinn hefur veitt, að sé ekki verið að brjóta þær, því þarna eru vissulega félög sem hafa verið í fréttum sem eru með lán hjá sjóðnum,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Spurð að því hvernig reglurnar séu segir Anna að þeim félögum sem fá þessi lán sé óheimilt að ráðstafa arði út úr félaginu. Þá eigi þau að haga rekstrinum sínum á sem hagkvæmastan hátt og með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. „Í því felst í raun og veru að það er ekki heimilt að ákvarða leigu eins hátt og mögulegt er. Það verður að gæta hófs í því,“ segir Anna.En hvað gerist ef leigufélögin verða uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum? „Ef við komumst að því að félögin eru ekki að fara eftir reglum þá gefum við þeim fyrst kost á að bæta þar úr en annars er heimild sjóðsins að hreinlega gjaldfella lánið,“ segir Anna. Tilkynningu Íbúðalánasjóðs vegna málsins má sjá hér.Uppfært klukkan 15:36:Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var farið með upplýsingar um hækkanir á leigu hjá Almenna leigufélaginu.Sagt var að leiga á íbúð hefði farið úr 105 þúsund krónum í 170 þúsund krónur, samkvæmt tölvupósti frá félaginu til leigutaka, en samkvæmt upplýsingum frá Almenna leigufélaginu urðu mannleg mistök þegar upphæðin var slegin inn í póstinn þar sem leiguverð fyrir viðkomandi íbúð nam 115 þúsund krónum með verðbótum og var verðið hækkað í 145 þúsund við gerð nýs samnings árið 2018.Að auki vill Almenna leigufélagið koma því á framfæri að það er ekki lántaki hjá Íbúðalánasjóði.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent