Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 14:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira