Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 18:09 Frá blaðamannafundi Netanyahu. Vísir/AFP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27