Er það svo gott að búa í Kópavogi? Skafti Þ. Halldórsson skrifar 10. maí 2018 19:00 Þegar ég var ungur maður 1977 ferðuðumst við hjónin til Parísar, þá kærustupar. Við fengum inni á einnar stjörnu pensionati í Montparnasse hverfinu, einhverju besta gistihúsi sem ég hef dvalið í. En í grenndinni var verið að brjóta niður hús og byggja ný og út um allt voru risin upp samtök sem vildu vernda gömlu París, gamla Montparnasse skáldanna og listamannanna. Á veggjum húsa voru myndir af verktakaskrímslum sem eyddu byggð. Ég hef raunar ekki gáð hvernig samtökunum tókst til í baráttunni gegn skrímslunum. Kannski tími til kominn að skoða það. En ég veit hvernig þetta er í Kópavogi. Þar ríkir eyðingarstefna gamalla húsa. Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur. Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur. Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki. En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur maður 1977 ferðuðumst við hjónin til Parísar, þá kærustupar. Við fengum inni á einnar stjörnu pensionati í Montparnasse hverfinu, einhverju besta gistihúsi sem ég hef dvalið í. En í grenndinni var verið að brjóta niður hús og byggja ný og út um allt voru risin upp samtök sem vildu vernda gömlu París, gamla Montparnasse skáldanna og listamannanna. Á veggjum húsa voru myndir af verktakaskrímslum sem eyddu byggð. Ég hef raunar ekki gáð hvernig samtökunum tókst til í baráttunni gegn skrímslunum. Kannski tími til kominn að skoða það. En ég veit hvernig þetta er í Kópavogi. Þar ríkir eyðingarstefna gamalla húsa. Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur. Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur. Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki. En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun