Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 19:00 Mánaðarleg þóknun fyrir setu í stjórn Hörpu verður nú 100.000 krónur. Þóknun formanns er tvöfalt hærri. Vísir/Egill Tillaga stjórnar tónlistarhússins Hörpu um að hækka laun fyrir stjórnarsetu um rúm 8% var samþykkt af fulltrúum ríkis og borgar á aðalfundi þess fyrir tveimur vikum. Stjórnarmaður Hörpu segist telja að laun stjórnarmanna hafi lækkað minnst af þeim sem starfa þar. Mikil umræða hefur geisað um launahækkun forstjóra Hörpu á sama tíma og þjónustufulltrúar voru lækkaðir í launum. Stjórn Hörpu bar upp tillögu um að hækka laun almennra stjórnarmanna um 7.500 krónur eða rúm 8% á aðalfundinum sem fór fram 26. apríl. Þóknun fyrir stjórnarsetu á þessu starfsári verður því 100.000 krónur á mánuði. Formaður stjórnar fær tvölfalda þá þóknun. Tillagan var samþykkt að því er kemur fram í fundargerð aðalfundarins. Fjórir úr fyrri stjórn Hörpu voru kjörnir til að sitja áfram í stjórn á fundinum. Aðeins fulltrúar eigenda hússins, ríkisins og Reykjavíkurborgar, hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segir við Vísi að laun fyrir setu í stjórn Hörpu hafi síðast hækkað árið 2013. Hann telji launahækkun stjórnarmanna nú langt innan ramma Salek-samkomulagsins svonefnda. Þóknunin fyrir stjórnarsetu í Hörpu sé lægri en það sem gerist hjá fyrirtækjum á markaði. „Ég myndi nú halda að stjórnarlaunin hafi hækkað hvað minnst af þeim sem eru starfandi þarna í Hörpu, tala ekki um vinnumarkaðinn í heild,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson hefur setið í stjórn Hörpu undanfarin ár.Vísir/Anton BrinkForstjórinn hækkaði, þjónustufulltrúar lækkuðu Fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði eftir að ákvarðanir um laun forstjórans voru færð frá kjararáði um áramótin. Á sama tíma var þjónustufulltrúum Hörpu gert að taka á sig launalækkun. Nánast allir þjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins í vikunni. Þá hætti verkalýðsfélagið VR öllum viðskiptum við Hörpu. Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir og menningarrýnirinn Illugi Jökulsson ákváðu einnig að sniðganga tónlistarhúsið vegna málsins. Svanhildur fór í kjölfarið fram á við stjórnina að laun hennar yrðu lækkuð. Vísaði hún til mikilvægis þess að friður væri um starfsemi Hörpu. Formaður VR sagði þá beiðni engin áhrif hafa á ákvörðun sína um að hætta viðskiptum við Hörpu. Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00 Stjórnarmaður í Hörpu hugsi yfir viðbrögðum formanns VR og „viðskiptabanninu“ Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. 9. maí 2018 22:30 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Tillaga stjórnar tónlistarhússins Hörpu um að hækka laun fyrir stjórnarsetu um rúm 8% var samþykkt af fulltrúum ríkis og borgar á aðalfundi þess fyrir tveimur vikum. Stjórnarmaður Hörpu segist telja að laun stjórnarmanna hafi lækkað minnst af þeim sem starfa þar. Mikil umræða hefur geisað um launahækkun forstjóra Hörpu á sama tíma og þjónustufulltrúar voru lækkaðir í launum. Stjórn Hörpu bar upp tillögu um að hækka laun almennra stjórnarmanna um 7.500 krónur eða rúm 8% á aðalfundinum sem fór fram 26. apríl. Þóknun fyrir stjórnarsetu á þessu starfsári verður því 100.000 krónur á mánuði. Formaður stjórnar fær tvölfalda þá þóknun. Tillagan var samþykkt að því er kemur fram í fundargerð aðalfundarins. Fjórir úr fyrri stjórn Hörpu voru kjörnir til að sitja áfram í stjórn á fundinum. Aðeins fulltrúar eigenda hússins, ríkisins og Reykjavíkurborgar, hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segir við Vísi að laun fyrir setu í stjórn Hörpu hafi síðast hækkað árið 2013. Hann telji launahækkun stjórnarmanna nú langt innan ramma Salek-samkomulagsins svonefnda. Þóknunin fyrir stjórnarsetu í Hörpu sé lægri en það sem gerist hjá fyrirtækjum á markaði. „Ég myndi nú halda að stjórnarlaunin hafi hækkað hvað minnst af þeim sem eru starfandi þarna í Hörpu, tala ekki um vinnumarkaðinn í heild,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson hefur setið í stjórn Hörpu undanfarin ár.Vísir/Anton BrinkForstjórinn hækkaði, þjónustufulltrúar lækkuðu Fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði eftir að ákvarðanir um laun forstjórans voru færð frá kjararáði um áramótin. Á sama tíma var þjónustufulltrúum Hörpu gert að taka á sig launalækkun. Nánast allir þjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins í vikunni. Þá hætti verkalýðsfélagið VR öllum viðskiptum við Hörpu. Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir og menningarrýnirinn Illugi Jökulsson ákváðu einnig að sniðganga tónlistarhúsið vegna málsins. Svanhildur fór í kjölfarið fram á við stjórnina að laun hennar yrðu lækkuð. Vísaði hún til mikilvægis þess að friður væri um starfsemi Hörpu. Formaður VR sagði þá beiðni engin áhrif hafa á ákvörðun sína um að hætta viðskiptum við Hörpu.
Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00 Stjórnarmaður í Hörpu hugsi yfir viðbrögðum formanns VR og „viðskiptabanninu“ Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. 9. maí 2018 22:30 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00
Stjórnarmaður í Hörpu hugsi yfir viðbrögðum formanns VR og „viðskiptabanninu“ Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. 9. maí 2018 22:30
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?