Hvaða tala kemur eftir 7.320.442? Þórlindur Kjartansson skrifar 11. maí 2018 07:00 Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun