Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:54 Utanríkisráðherrann var ómyrkur í máli í viðtali við franska dagblaðið Le Parisien Vísir/EPA Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum. Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum.
Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira