Kynferðisbrotin í sumarbústað, bíl og heimili barna en mest á heimili fulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 16:03 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag og neitar stuðningsfulltrúinn sök. Vísir/GVA Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05