Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 22:12 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir
Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00