Hundi frá Litháen vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 10:50 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Anton Brink. Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda. Dýr Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda.
Dýr Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira