Íslenska komin á blað hjá Microsoft Translator Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 15:51 Guðni forseti prófar þjónustuna. Microsoft Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki. Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki.
Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira