Er fólk með fíknsjúkdóm afgangsstærð? Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 15. maí 2018 07:00 Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar