Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Forstjóri Landspítalans segir að síðustu tvö árin hafi fjölgun ferðamanna verið tekin inn í áætlanir Landspítalans. Vísir Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00