Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Forstjóri Landspítalans segir að síðustu tvö árin hafi fjölgun ferðamanna verið tekin inn í áætlanir Landspítalans. Vísir Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00