Bílalíf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2018 10:00 Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun