Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2018 12:45 Pétur G. Markan, formaður Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Stöð 2 Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu. Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu.
Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56