Afsakið hlé Hörður Ægisson skrifar 18. maí 2018 12:55 Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun