Birgir Örn vel stemmdur fyrir bardaga í Litháen Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. maí 2018 18:30 Birgir eftir sinn síðasta sigur. Fightstar/Mike Ruane Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér. MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér.
MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00
Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30