Erfitt verkefni framundan hjá Demian Maia í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. maí 2018 17:30 Maia og Usman í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2. MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2.
MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira