Erfitt verkefni framundan hjá Demian Maia í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. maí 2018 17:30 Maia og Usman í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2. MMA Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2.
MMA Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira