Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:45 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar