Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Jarðböðin í Mývatnssveit laða til sín þúsundir gesta á hverju ári. Vísir/Vilhelm Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00