Lögreglan spyrst fyrir um 600 Bitcoin-tölvur sem fundust í Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2018 13:46 Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu, segir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum um málið. Vísir/GVA Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20 Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45
Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41