Vel útbúnir reiðhjólaþjófar valda ótta í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 16:57 Íbúar í Garðabæ eru reiðir og skelkaðir eftir að reiðhjólaþjófar fóru þar um í nótt, vel útbúnir og stálu reiðhjólum og barnavagni. Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm. Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm.
Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira