Ávinningur endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda Sigrún Elva Einarsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun