Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier gerir stóran samning við Facebook Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2018 06:00 Tækni fyrirtækisins gera tölvum kleift að leita í myndefni. Videntifier Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira