Líbanir kjósa þing í fyrsta skipti frá 2009 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 17:00 Þessi kjósandi klæðist gulum lit til að sýna stuðning sinn við Hezbollah-samtökin. Vísir/AP Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma. Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma.
Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00