Gufurnar Lára G. Sigurðardóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun