Körfubolti

Cleveland í úrslit eftir sóp en Philadelphia hélt sér á lífi

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron fagnar í nótt.
LeBron fagnar í nótt. vísir/getty
Cleveland er komið í úrslitaleik austurdeildarinnar eftir að liðið sópaði Toronto úr keppni í nótt með 128-93 sigri í fjórða leik liðanna.

Cleveland byrjaði betur og var með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 30-26. Þeir gáfu enn frekar í eftir hann og unnu næsta leikhluta með tólf stigum og staðan 63-47 í hálfleik.

Þá var leik nánast lokið en leikmenn Cleveland voru fjarri því að vera hættir. Liðið steig enn frekar á bensíngjöfina og vann leikhluta þrjú og fjögur samanlagt með nítjáns stigum og lokatölur 35 stiga sigur, 128-93.

LeBron James átti enn einn frábæra leikinn fyrir Cleveland. Hann skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hjá Toronto var Jonas Valanciunas stigahæstur með átján stig.

Cleveland er því komið í úrslit austurdeildarinnar þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia eða Boston en Philadelphia hélt sér á floti í nótt með sigri í fjórða leik liðanna. Staðan þar er 3-1.

Leikurinn var í járnum. Staðan í hálfleik var 47-43 Philadelpiu í vil og þeir náðu góðum kafla í fjórða leikhluta og leiddu eftir hann. Þeir unnu svo að lokum með elllefu stigum, 103-92.

Jayson Tatum skoraði 20 stig fyrir Boston en í liði Philadelphia var stigahæstur Dario Saric með 25 stig auk þess að taka átta fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×