Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?
Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm
— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018

Enska tungumálið bætist við
Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli.
„En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“

Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu.„Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna.