Sumar? Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun